Lífsýnasöfn

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 18:23:45 (683)

1998-10-22 18:23:45# 123. lþ. 16.5 fundur 121. mál: #A lífsýnasöfn# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[18:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er spurningin um hagnaðarsjónarmið sem hv. þm. ítrekar. (HG: Í viðskiptalegum tilgangi.) Hann talar um viðskiptaleg málefni.

Auðvitað veit hv. þm. eins og ég að þróun lyfja er til góðs fyrir sjúklinginn og þar geta líka verið hagsmunir þeirra sem framleiða lyfin til að mynda. Þarna geta því hagsmunir farið saman.