Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:07:24 (712)

1998-11-02 15:07:24# 123. lþ. 17.1 fundur 77#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:07]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 2. varaþm. Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi, Jörundur Guðmundsson markaðsstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni, en 1. varaþm. listans í Reykjaneskjördæmi getur ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn.``

Hér fylgir svohljóðandi bréf:

,,Af persónulegum ástæðum sé ég mér ekki fært að taka sæti Ágústs Einarssonar, 11. þm. Reykn., á næstunni sem 1. varaþm. Þjóðvaka í Reykn.

Virðingarfyllst, Lilja Á. Guðmundsdóttir.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Jörundi Guðmundssyni sem er 2. varamaður á lista þjóðvaka í Reykn. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.