Kjaradeila meinatækna

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:29:06 (728)

1998-11-02 15:29:06# 123. lþ. 17.2 fundur 80#B kjaradeila meinatækna# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:29]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það má gjarnan koma fram að mér er kunnugt um að áður en þessar uppsagnir komu til framkvæmda var ítrekað reynt af hálfu yfirstjórnar spítalans, sem fer með þessi mál því að þetta mál er á verksviði yfirstjórnar spítalans og yfirstjórnar heilbrigðismála, að koma til móts við kröfur þessa hóps. Ég hygg að á borðinu liggi tilboð til hans sem er það ríflegt að það mundi a.m.k. orka mjög tvímælis að ætla að ganga lengra miðað við aðra starfshópa á þessum spítölum og miðað við það sem hefur verið að gerast í launamálum í landinu og er þá haft til viðmiðunar m.a. það sem aðrir hópar á sviði heilbrigðismála hafa knúð fram fyrir sjálfa sig að undanförnu.