Jafnréttisstefna fjármálaráðuneytis og stofnana þess

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:42:57 (738)

1998-11-02 15:42:57# 123. lþ. 17.2 fundur 82#B jafnréttisstefna fjármálaráðuneytis og stofnana þess# (óundirbúin fsp.), BH
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:42]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Sennilega er það rétt að við hæstv. fjmrh. erum sammála um markmiðin. Munurinn er sá að hæstv. fjmrh. er vinnuveitandi og því í aðstöðu til þess að framkvæma það sem sett er fram í markmiðalistanum.

Ég mun leggja fram skriflega fsp. til að fá fram svör við þeim spurningum sem hæstv. ráðherra hafði ekki kost á að svara. Hefur sú meginregla að stöður skuli auglýstar verið framkvæmd í fjmrn. núna á þessu tímabili frá því að þessi markmið voru sett fram og telur ráðherrann það ekki mikilvægan þátt í því að tryggja að sem best sé staðið að ráðningum starfsmanna?