Nemendagarðar við Kennaraháskólann á Laugarvatni

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:51:54 (745)

1998-11-02 15:51:54# 123. lþ. 17.2 fundur 84#B nemendagarðar við Kennaraháskólann á Laugarvatni# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:51]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Í nýjum lögum um húsnæðismál er gert ráð fyrir að hægt sé að lána til stúdentagarða og að sjálfsögðu hlyti slík umsókn, ef bærist frá Laugarvatni, að koma til skoðunar eins og aðrar. Ég er hins vegar ekki bær um að segja hvort hægt yrði að verða við henni. Stjórn Íbúðalánasjóðs verður að fjalla um það þegar þar að kemur. Nú er að störfum nefnd sem ég skipaði til að athuga þörf á leiguhúsnæði í landinu og gerir úttekt á leigumarkaðnum. Meðal annarra sem í henni sitja er fulltrúi frá námsmönnum.