Sveitarstjórnarlög

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:59:13 (747)

1998-11-02 15:59:13# 123. lþ. 17.10 fundur 42. mál: #A sveitarstjórnarlög# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv., Frsm. meiri hluta KÁ
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:59]

Frsm. meiri hluta félmn. (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hluta félmn. um frv. til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

Frumvarpið er til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá 10. júlí 1998 en þau voru sett til að taka af vafa um gildistöku sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Samkvæmt ákvæðum laganna áttu þau að öðlast gildi 1. júní 1998. Þau voru hins vegar ekki birt fyrr en 5. júní og mátti því álykta, með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 64/1943, um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, að þetta gæti leitt til þess að lögin öðluðust ekki gildi fyrr en 1. október 1998. Með bráðabirgðalögunum voru tekin af öll tvímæli um að gildistaka laganna væri við birtingu þeirra, 10. júlí 1998, en ekki 1. október 1998. Var þannig eytt þeirri réttaróvissu sem hafði skapast um gildistöku sveitarstjórnarlaganna.

Meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frumvarpsins.

[16:00]

Sú sem hér stendur skrifar undir með fyrirvara til að minna á að við tveir þáv. þingmenn í félmn., hv. þm. Ögmundur Jónasson og ég, höfðum fyrirvara vegna þess að við töldum okkur hafa gert samkomulag um að samhliða sveitarstjórnarlögunum yrðu lagðar fram breytingar á skipulags- og byggingarlögum. Sá fyrirvari stendur enn enda hafa þær breytingar ekki enn litið dagsins ljós í þingsölum en vonandi verður þess ekki langt að bíða að svo verði.