Undirbúningur svara við fyrirspurnum

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 13:36:47 (768)

1998-11-03 13:36:47# 123. lþ. 18.91 fundur 89#B undirbúningur svara við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[13:36]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti lætur þess getið að hæstv. iðnrh. er á fjarvistarskrá og mun því ekki geta tekið þátt í þessari umræðu. Vegna þeirrar athugasemdar sem hv. þm. kom með vill forseti láta þess getið að það er rétt að svar við þeirri fyrirspurn sem þingmaðurinn nefndi hefur ekki borist og er þó liðinn tilskilinn frestur. Ástæðan mun vera sú sem fram kom í máli hv. þm. og hann gerði grein fyrir áðan, þ.e. bréfaskipti hæstv. iðnrh. og ríkisendurskoðanda.

Forseti vill láta þess getið að forsn. voru kynnt bréfaskipti ráðherra og þingforseta um þetta mál á seinasta fundi nefndarinnar.

Forseti ætlar ekki hér og nú að kveða upp dóm um það hvort hafi verið eðlilega að málum staðið, eins og hv. þm. komst að orði. Forseti hefur tekið eftir athugasemdum hv. þm. og gerir ráð fyrir því að málið verði rætt á næsta fundi forsn. sem haldinn verður.