Undirbúningur svara við fyrirspurnum

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 13:49:20 (775)

1998-11-03 13:49:20# 123. lþ. 18.91 fundur 89#B undirbúningur svara við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[13:49]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir það mat sem hann hefur á völdum mínum í hv. Alþingi. Það er verst að ég þarf ekki að fara í prófkjör á næstunni svo ég get ekki nýtt þessi ummæli mér til framdráttar í kjördæminu en ég mun koma þeim til skila í kosningabaráttunni. (Gripið fram í: Varaformaður.)

En svo að ég víki að efni ræðu hv. þm. að öðru leyti þá hef ég hvergi séð það í lögum um Ríkisendurskoðun að ráðherra sé ekki heimilt að leita álits hennar í málum. Ef það er talið vottur um óvönduð vinnubrögð að leita álits Ríkisendurskoðunar þá veit ég ekki hvar ég er staddur. Og ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.