Skattfrádráttur meðlagsgreiðenda

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 17:49:06 (814)

1998-11-03 17:49:06# 123. lþ. 18.14 fundur 120. mál: #A skattfrádráttur meðlagsgreiðenda# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[17:49]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það sem kom síðast fram hjá hv. frsm. gerir málið náttúrlega flóknara því að það er erfitt að gera upp á milli manna með tilliti til þess hvernig þeir stofnuðu til skulda eða af hverju.

Hins vegar spurði ég einnig um hver reynslan væri af þeirri löggjöf sem heimilaði Innheimtustofnun að semja. Ég geri ráð fyrir að flutningsmenn hafi kynnt sér þá reynslu áður en þeir fóru fram með þessa tillögu því að sú reynsla hlýtur að vera grundvöllur þess að menn vilja ganga skrefinu lengra. Það væri því fróðlegt og í raun nauðsynlegt fyrir okkur að fá að heyra af þeirri reynslu sem hefur orðið af þessari breyttu löggjöf.