Áhrif af Schengen-aðild á ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 04. nóvember 1998, kl. 16:38:03 (903)

1998-11-04 16:38:03# 123. lþ. 20.8 fundur 155. mál: #A áhrif af Schengen-aðild á ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., RA
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 123. lþ.

[16:38]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Það er ekki nokkur vafi á að hv. 1. þm. Vestf. hreyfir hér mjög athyglisverðu máli. Ég tel engum vafa undirorpið að ferðaþjónustuaðilar og þá fyrst og fyrst og fremst Flugleiðir, munu hafa verulegan kostnað og óþægindi af því að við gerumst aðilar að Schengen. Það mun þýða verulega töf á afgreiðslu farþega frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu, sem þurfa þá að ganga í gegnum vegabréfaskoðun hér á Keflavíkurflugvelli áður en þeir geta haldið för sinni áfram.

Töfin sem þarna er um að ræða getur orðið félaginu mjög kostnaðarsöm og óþægileg. Þess vegna er þetta mál sem þarf að gera úttekt á og rannsaka nánar.