Efnahagsráðstafanir í kjölfar haustskýrslu Seðlabankans

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 15:10:43 (1086)

1998-11-16 15:10:43# 123. lþ. 24.1 fundur 102#B efnahagsráðstafanir í kjölfar haustskýrslu Seðlabankans# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[15:10]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hef ekki séð þennan nýja en sá gamli er nú alþekktur og menn vita hvernig ... (ÁE: Hvenær sagði ég það?) Sá gamli er alþekktur og menn vita hvernig hann stóð. Hann varð þó ekki nema tveggja mánaða gamall og einhverjir hafa komið að því að semja hann. En meginatriðin hjá Seðlabankanum og Þjóðhagsstofnun lúta að því að varlega sé farið í ríkisfjármálum og það er það sem verið er að gera. Ég á því von á að sjá stjórnarandstöðuna flytja tillögur um mikinn sparnað og niðurskurð í heilbrigðis- og félagslegri þjónustu og húsnæðisþjónustu til að fylgja eftir umvöndunarorðum hv. þm. Ég mun fylgjast spenntur með þeim tilþrifum öllum.