Sjávarútvegsnám

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 15:18:47 (1093)

1998-11-16 15:18:47# 123. lþ. 24.1 fundur 104#B sjávarútvegsnám# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[15:18]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég lét þess getið að allt óöryggi grefur undan og þess vegna væri æskilegt að fram færi stefnumótun af hálfu menntmrn. hvað þetta varðar en ekki væri beðið eftir því hvort útvegsmenn vilja hugsanlega taka forustu í þessum málum.

Ég er reyndar sammála hæstv. menntmrh. um að það væri mjög gott ef þeir létu meira í sér heyra og væru með ákveðnar hugmyndir en það kemur ekki í staðinn fyrir þá stefnumótun sem menn vilja sjá og þá ákvarðanatöku sem getur, ef hæstv. menntmrh. vill, breytt áherslum þannig að menn sækist frekar eftir því námi sem boðið er upp á ef þeir vita að þeir geta lokið því í þeim skóla sem þeir hefja það. Það er alveg ljóst ef menn eru ekki vissir um að geta lokið náminu þar sem þeir hefja það þá sækja þeir síður um það. Það held ég, herra forseti, að hafi orðið örlög sjávarútvegsbrautanna nýju víða. Menn vissu því miður að það lá ekki fyrir að þeir gætu lokið náminu í viðkomandi skóla og drógu þess vegna við sig að sækja um.