Staðfest samvist

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 17:22:48 (1119)

1998-11-16 17:22:48# 123. lþ. 24.30 fundur 212. mál: #A staðfest samvist# frv., Flm. SvG
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[17:22]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Frumvarpið sem ég mæli hér fyrir hefur tvisvar áður verið flutt, bæði á 121. og 122. löggjafarþingi. Það fjallar um að það ákvæði ættleiðingarlaga um að veita megi öðru hjóna með samþykki hins leyfi til að ættleiða barn þess eða kjörbarn gildi um einstaklinga í staðfestri samvist.

Í 2. gr. segir síðan:

,,Önnur ákvæði ættleiðingarlaga um hjón en getur í 2. mgr. 5. gr. og ákvæði laga um tæknifrjóvgun gilda ekki um staðfesta samvist.``

Frv. er flutt af hv. þm. Ólafi Erni Haraldssyni, Einari K. Guðfinnssyni, Össuri Skarphéðinssyni, Guðnýju Guðbjörnsdóttur og þeim sem hér stendur. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.