Fjárfestingarbanki atvinnulífsins

Mánudaginn 16. nóvember 1998, kl. 18:20:53 (1135)

1998-11-16 18:20:53# 123. lþ. 24.32 fundur 229. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 123. lþ.

[18:20]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Síðustu svör ráðherrans skýra þetta ekki miklu betur fyrir mér en ráðherrann segir, ef ég skil hann rétt, að það verði skoða það á næstunni hvort hlutabréfin hafi safnast umfram hámarkið til tiltekinna aðila og það verði að skoða það í hlutafélagaskrá. Miðað við orð ráðherrans, og ég dró þá ályktun af orðum hans að hann hefði ákveðnar áhyggjur af þessu, verð ég að treysta því að hann muni fylgjast með þessari þróun og gefa þá þeirri nefnd sem fær þetta mál til meðferðar, efh.- og viðskn., álit og skoðun ráðuneytisins og ráðherra á því til hvers þetta hefur leitt og hverju má búast við í framtíðinni. Ég vænti þess að ráðherrann skoði það þá sérstaklega hvort til séu leiðir eða aðferðir til þess að koma í veg fyrir það í framtíðinni að svona nokkuð geti gerst því að þetta eru algjörlega óeðlilegir viðskiptahættir í mínum huga.