Lánasjóður íslenskra námsmanna

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:28:17 (1255)

1998-11-18 14:28:17# 123. lþ. 26.3 fundur 192. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:28]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda sérstaklega fyrir að hafa lagt fram þessa fyrirspurn en ég tel að málið sé mjög knýjandi. Ég tel að námslán í dag séu óeðlilega lág miðað við viðurkenndan framfærslukostnað. Ég held að mjög mikið óréttlæti sé í því fólgið að núna þegar vaxtabætur eru skattfrjálsar hjá þeim sem eru að borga af lánum af eigin íbúð þá skuli húsaleigubætur vera skattskyldar og þess vegna dregnar frá við úthlutun námslána. Þetta kemur harðast niður á barnafólki sem þarf að leigja sér íbúð og mér finnst það sjálfsögð og eðlileg krafa að húsaleigubætur verði teknar út við úthlutun námslána.