1998-11-30 15:17:57# 123. lþ. 29.91 fundur 122#B afgreiðsla heilbrigðis- og trygginganefndar á málum um gagnagrunn á heilbrigðissviði# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:17]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill vekja athygli á því að auðvitað eru það stór orð að halda því fram, eins og hv. þm. orðaði það, að það sé brotalöm í störfum þingsins, að fótumtroða lýðræðið. Ég vil segja sem þingmaður og forseti á þessari stundu að ég vona að það sé ekki svo. Mál fara til nefndar. Þau eru tekin þar til umfjöllunar. Meiri hlutinn afgreiðir þau út, ef svo skiptir, og svo koma þau aftur til 2. og 3. umr. Þetta er það lýðræði sem við búum við.