1998-11-30 15:20:55# 123. lþ. 29.91 fundur 122#B afgreiðsla heilbrigðis- og trygginganefndar á málum um gagnagrunn á heilbrigðissviði# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:20]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Það þekkja allir reyndir þingmenn að mál fara til nefndar og það hefur ekki verið siður Alþingis Íslendinga að afgreiða þau öll út. Stór hluti mála, bæði frá ríkisstjórn og hv. alþingismönnum kemur aldrei til 2. eða 3. umr. Þetta er verklag sem hér hefur viðgengist mjög lengi. Það er umhugsunarvert á margan hátt hvort þetta eigi að vera þannig eða hvort formlega eigi að afgreiða öll mál. Það er sjálfsagður hlutur að taka það upp í forsn. og ræða hvernig það á að vera í framtíðinni.

Hitt vil ég svo segja að ég trúi því að heilbrn., sem á eftir að starfa allt þetta þing, hlýtur nú, þegar hún hefur afgreitt þetta mál, að snúa sér að mörgum öðrum málum sem eru til umfjöllunar í nefndinni.