Þingmannamál um dreifða gagnagrunna á heilbrigðissviði

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:24:30 (1413)

1998-11-30 15:24:30# 123. lþ. 29.94 fundur 125#B þingmannamál um dreifða gagnagrunna á heilbrigðissviði# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:24]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill taka fram vegna þessara orða að það voru ekki hans orð áðan að það ætti að vera siður gagnvart stjórnarandstöðu að mál hennar lægju fyrnd. Forseti sagði einungis þetta: Það er þingvenja sem menn þekkja að mál fara til nefndar. Mörg mál, bæði stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, koma ekki til baka og þeim hefur ekki verið lokið á viðkomandi þingi. En forseti sagðist líka trúa því hér áðan að það yrði vinna heilbrn. að fara ofan í mörg þau mál sem liggja fyrir nefndinni núna á næstu vikum. Forseti sættir sig því illa við útúrsnúning gagnvart þeim orðum sem hann viðhafði áðan.