Fjáraukalög 1998

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:11:23 (1693)

1998-12-07 14:11:23# 123. lþ. 34.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:11]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er eins og venjulega þegar kemur að einkavæðingunni eða einkavinavæðingunni, þá er nóg af peningum. Hér á að spreða út 50 millj. kr., dreifa þeim á banka og verðbréfafyrirtæki til að borga þeim fyrir útboð á hlutabréfum sem þau svo sjálf fljúgast á um að hreppa þegar þau eru komin til sölu og bjóða offjár í kennitölur almennings til að hrammsa þetta síðan til sín. Verður þá skrípaleikurinn ekki fullkomnaður með betri hætti en að borga þeim fyrir að standa í þessum áflogum um bréfin sem sett eru á markað. Ég segi eins og er, herra forseti, að það er örugglega víða meiri þörf fyrir þessar 50 millj. kr. en í þessa hít. Ég greiði því atkvæði gegn þessari tillögu með alveg óvenjulega góðri samvisku.