Fjáraukalög 1998

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:12:19 (1694)

1998-12-07 14:12:19# 123. lþ. 34.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:12]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Það er gott að vita þetta síðasta sem hv. ræðumaður sagði. En það er undarleg afstaða að vera á móti því að greiddar skulu þóknanir eða sölulaun eins og í því tilfelli sem hér er um að ræða. Mér finnst það alveg furðuleg afstaða sem hér kemur fram, að fyrirtæki eigi að taka að sér að veita þessa þjónustu án þess að fá eitthvað greitt fyrir hana. En ég vil taka fram, herra forseti, og nauðsynlegt er að fólk átti sig á því að breyting hefur orðið á framsetningu. Áður fyrr var sölukostnaður jafnan dreginn frá heildarandvirði seldra eigna ríkisins og því sást hann ekki. En nú er búið að breyta þessu. Nú er heildarbrúttóandvirðið tekið inn og síðan er gerð grein fyrir sölukostnaðinum með sérstakri færslu. Ég hélt frekar að fólk ætti að fagna því þegar svona hlutir eru gerðir gagnsæir og allir gætu séð hvað hlutirnir kosta í þessu sambandi í stað þess að hafa allt á hornum sér, jafnvel þótt menn hafi bærilega samvisku við það.