Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:16:46 (1720)

1998-12-07 15:16:46# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:16]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef tekið eftir því í þessum umræðum og orðaskiptum að einhvers staðar í kerfinu munu liggja fyrir drög að frv. um persónuvernd og fleira. Það er satt að segja dálítið skrýtið að þessi umræða fari fram eins og gerst hefur í dag og mun fara fram að mér heyrist án þess að hæstv. dómsmrh. sé viðstaddur. Ég vil fara fram á það við hæstv. forseta að hann geri ráðstafanir til þess að kanna hvort hæstv. dómsmrh. getur ekki komið í salinn þannig að hann geti tekið þátt í umræðum svo lengi sem þessi frumvarpsdrög ber á góma.