Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:19:00 (1724)

1998-12-07 15:19:00# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁE (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:19]

Ágúst Einarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir orð hv. 8. þm. Reykv. um tengsl frv. um verndun persónuupplýsinga við málið. Þetta var rætt í upphafi fundar og dómsmrh. sagði að málið væri til skoðunar hjá þingflokkum. Hins vegar vildi ég gjarnan að það væri rætt í samhengi við þetta mál vegna ummæla hæstv. heilbrrh. á hinu háa Alþingi fyrr í vor að það frv. væri væntanlegt. Ég vil spyrja hæstv. heilbrrh. hvort ekki megi skilja það svo að það frv. verði rætt í þinginu áður en frv. um gagnagrunn verði afgreitt því að það mátti skilja orð hæstv. ráðherra þannig í vor að það væri ætlun ráðherrans og þar með hæstv. ríkisstjórnar sem hefur afgreitt málið frá sér.

Ég held, herra forseti, að það sé mjög mikilvægt að við fáum allar upplýsingar um þetta tengda frv. fram í umræðunni áður en lengra er haldið.

(Forseti (GÁS): Forseti vill minna á að þessi umræða fór fram fyrir hálfum öðrum tíma síðan. Hér er ekki verið að ræða fundarstjórn forseta.)