Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:36:20 (1735)

1998-12-07 15:36:20# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:36]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill enn og aftur árétta að hann hefur enga heimild til að fresta þessari umræðu og vill enn og aftur vekja athygli hv. þingmanna á því að við upphaf þessa fundar fór fram réttmæt umræða um störf þingsins, réttmæt eða ranglát eftir því sem mönnum þykir um það, en formlega rétt. Þá, á sama tímapunkti, höfðu hv. þm. þingsköpum samkvæmt möguleika á að gera athugasemdir við dagskrá. Nú er það samkvæmt þingsköpum of seint. Hér vinnum við eftir dagskrá og forseti mun gera það áfram. Forseti hefur enga stöðu til annars en vinna samkvæmt forminu, samkvæmt þingsköpum, og mun vitaskuld gera það.