Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:37:08 (1736)

1998-12-07 15:37:08# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þessi umræða er orðin svo ruglingsleg að maður áttar sig varla á því undir hvað hún getur flokkast en ég ætla að reyna að greiða aðeins úr þessari flækju fyrir (ÖJ: Þetta er ekkert ruglingslegt.) hæstv. forseta. (ÖJ: Mjög skýrt.) Í fyrsta lagi vil ég koma því sérstaklega á framfæri að heilbrn. fékk upplýsingar úr væntanlegu frv. um persónuvernd. Við fengum þær inn í nefndina og skoðuðum þær, ekki mjög náið að vísu, en við skoðuðum þær og það er ekki hægt að kvitta upp á það að það stangist mikið á varðandi það hvað er skilgreint sem persónuupplýsingar. Við fórum ekki nógu djúpt í það til þess. Ég vil líka benda á að í gagnagrunnsfrv. er sérstaklega tekið fram að skilgreining hugtaksins persónuupplýsingar er orðrétt þýðing skilgreiningar persónuupplýsinga í tilskipun Evrópusambandsins sem sífellt er verið að vitna hér í og ekki er komin fram.