Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:30:02 (1880)

1998-12-09 15:30:02# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:30]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt sem hér er ýjað að að hluti af læknasamfélaginu er andsnúinn þessu máli. Við höfum fengið undirskriftir 108 lækna. En mig minnir að læknar séu eitthvað um 900 talsins þannig að fjölmargir læknar hafa ekki lýst andstöðu við þetta mál og reyndar hafa fjölmargir læknar lýst sérstökum stuðningi við það líka.

Að sjálfsögðu væri æskilegt að allir væru sammála um þetta framfaramál. Það væri æskilegast. En þetta er farið að minna mig svolítið á EES-samninginn. Þjóðin var nokkuð klofin í því máli en núna þegar það er komið í gegn og við sjáum hvernig það virkar þá heyrir maður ekki margar raddir um að fólk vilji segja upp EES-samningnum. (ÖJ: Talar handhafi þjóðarviljans?) Ég vona svo sannarlega að augu þingmanna opnist og líka augu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eru andsnúnir þessu máli þannig að við fáum að lokum mjög sterkan gagnagrunn sem verður okkur öllum til heilla.