Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:37:32 (1886)

1998-12-09 15:37:32# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef rætt þetta skjal sérstaklega við viðkomandi starfsmann Íslenskrar erfðagreiningar (ÖS: Lestu það.) sem hér var vitnað í, Hákon nokkurn, og það kom fram að þarna er átt við að persónuauðkenni séu dulkóðuð en ekki heilsufarsupplýsingar. (ÖS: ,,... afkóðar persónuupplýsingar og gerir þær skiljanlegar ... eru fluttar í vinnslugrunninn.``) Persónuauðkennin eiga að vera dulkóðuð en heilsufarsupplýsingarnar ekki. Heilsufarsupplýsingarnar eiga einungis að vera dulkóðaðar á leiðinni inn í grunninn, (ÖS: Þetta stendur hérna.) þegar þær eru á leiðinni. Síðan á að afkóða heilsufarsupplýsingarnar þegar þær koma inn í grunninn. En það á ekki að afkóða persónuauðkennin. (ÖS: Þetta er bull.) Þetta er rétt.