Vegabréf

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 15:39:43 (1987)

1998-12-10 15:39:43# 123. lþ. 37.5 fundur 231. mál: #A vegabréf# (heildarlög) frv. 136/1998, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[15:39]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins bregðast við vegna fsp. hv. 1. þm. Vestf. sem virðist ekki vera nærri og svara hv. formanns nefndarinnar um það hvort rætt hefði verið í nefndinni að framleiðsla vegabréfa gæti farið fram annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Ég vona að ég sé ekki að blanda saman reynslu minni úr hv. fjárln. og hv. allshn. Ég þykist muna það alveg fyrir víst að ég spurði eftir þessu atriði í umfjöllun um þetta mál og svarið var, svo ég að nefni það nú bara eins og ég man það, að það væri eingöngu ákvörðunaratriði hvar sú framleiðsla vegabréfa ætti sér stað. Ég held það sé rétt munað að þetta hafi komið fram í allshn. og jafnvel að við höfum fengið svar á blaði. Ég vildi aðeins að þetta kæmi fram því ég mundi vel eftir þessari athugasemd hv. 1. þm. Vestf. og hafði áhuga á að koma henni á framfæri og leita eftir viðbrögðum úr kerfinu við henni.