Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 16:28:53 (2007)

1998-12-10 16:28:53# 123. lþ. 37.7 fundur 321. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999# (breyting ýmissa laga) frv. 158/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[16:28]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er athyglisverð umræða út af fyrir sig. Ég ætla ekki að lengja hana mikið meira. Ég bendi hins vegar á að ég tel að tekjuáætlanir fjárln., eins og þær liggja fyrir núna, séu of varkárar miðað við það sem líklegt er að gerist á næsta ári, nema menn grípi núna á næstu mánuðum til mjög harkalegra samdráttar- eða sparnaðaraðgerða í hagkerfinu. Það gera menn bersýnilega ekki. Til þess er ekki pólitískur vilji og að mörgu leyti slök pólitísk staða. Ég held þó að við getum öll verið sammála um að ástæða sé til að fara varlega þótt bersýnilega sé margt sem stendur vel í þjóðarbúi okkar um þessar mundir.