Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:48:22 (2019)

1998-12-10 17:48:22# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:48]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þetta mál er í algjöru uppnámi. Vísindasamfélagið, þ.e. þeir sem eiga að láta upplýsingar af hendi eru ósáttir við málið, en um það þarf að ríkja sátt. Því er alls óvíst hvort þessi gagnagrunnur kemst nokkurn tíma í gagnið. Það vantar skilgreiningar á því hvað á að fara inn í grunninn og hvað má selja út úr honum og hverjum. Aðgangur vísindamanna er takmarkaður auk þess sem frv. rýfur trúnaðarsamband sjúklinga og þeirra sem um þá hafa annast. Auk þess eru áhöld um hvort frv. stenst alþjóðasamninga.

Þannig gæti ég haldið áfram að telja upp, hæstv. forseti. Þetta mál er langt frá því að vera fullburða þrátt fyrir níu mánaða meðgöngu og því ber að vísa aftur til ríkisstjórnarinnar. Ég segi já.