Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:03:33 (2029)

1998-12-10 18:03:33# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:03]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Við erum að greiða atkvæði um mikið framfaramál. Við erum að gefa kost á því að sett verði upp nýtt rannsóknartæki, miðlægur gagnagrunnur, til þess að hægt sé að stunda vísindarannsóknir, m.a. læknisfræðilegar rannsóknir, til að bæta heilsu og heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Kostir þessa máls eru miklir, persónuverndar er gætt, upplýsingarnar verða ópersónugreinanlegar og aðalatriðið er að við erum að gefa vísindamönnum okkar og erlendum vísindamönnum tækifæri til þess að stunda öflugri rannsóknir en við höfum séð áður. Ég segi því já.