Fjárlög 1999

Mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14:51:05 (2264)

1998-12-14 14:51:05# 123. lþ. 40.7 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 123. lþ.

[14:51]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill vekja athygli á því að það sem á að fara að greiða atkvæði um, tölul. 5.2 og tölul. 5.5 í 7. gr., er partur af frv. sjálfu og verður þar af leiðandi borið undir atkvæði. Það er í raun og veru formlega séð ekki hægt að draga þessa liði út úr frv. en auðvitað geta menn komið með yfirlýsingar um þá.