Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 16. desember 1998, kl. 12:27:17 (2408)

1998-12-16 12:27:17# 123. lþ. 43.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 123. lþ.

[12:27]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir beindi til mín spurningu, aðallega varðandi það hvernig greiðslum yrði fyrir komið frá sérleyfishafa til heilbrigðisþjónustunnar. Því er til að svara að við munum fá sérfræðinga á sviði fjármála til að aðstoða okkur við það áður en við gefum út starfsleyfið.

Varðandi aðra spurningu, sem hv. þm. kom með og er svo sem margsinnis búið að svara hér í þessum umræðum, um hvort hægt sé að taka upplýsingar út úr grunninum aftur, þá hefur það margsinnis komið fram að þetta eru ópersónugreinanlegar upplýsingar þannig að útilokað er að ná þeim beint út aftur, enda engan veginn hægt að segja að slíkar upplýsingar geti skaðað einstaklinginn á nokkurn hátt.