Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:23:34 (2459)

1998-12-17 11:23:34# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:23]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Þetta er nöturleg stund í þingsögunni. Ríkisstjórn og þingmeirihluti hafa neitað að hlusta á rök í málinu, rök stjórnarandstöðu, rök vísindasamfélagsins, rök þeirra sem beðnir voru um álit á þessu máli. Þeir hafa enn fremur neitað að ræða efnisatriði málsins, neitað að ræða aðrar leiðir, m.a. aðrar tillögur sem þingmenn jafnaðarmanna hafa flutt í málinu. Þeir hafa hreinlega neitað. Það er ekkert við þetta mál annað að gera en senda það ódulkóðað til baka á stjórnarheimilið. Því segi ég já.