Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 17. desember 1998, kl. 11:50:23 (2477)

1998-12-17 11:50:23# 123. lþ. 44.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 123. lþ.

[11:50]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér er um framfaramál að ræða. Stjórnvöld gefa tækifæri á að upp verði settur miðlægur gagnagrunnur með heilsufarsupplýsingum sem er þannig úr garði gerður að persónuvernd er tryggð. Gagnagrunninn á að nota til að bæta heilsu og heilbrigðisþjónustu.

Við gefum tækifærið. Í framhaldinu verður það í höndum þess aðila sem fær rekstrarleyfið að nýta þetta tækifæri, setja upp grunninn á næstu árum og nýta hann með vísindamönnum okkur öllum til hagsbóta. Ég segi því já. (ÖJ: Það gleymdist að geta um vandaða umfjöllun.)