1998-12-20 02:23:03# 123. lþ. 48.11 fundur 365. mál: #A almannatryggingar# frv. 149/1998, Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 123. lþ.

[26:23]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eitt sinn var uppi kvenskörungur á Íslandi sem sagði þessi fleygu orð: ,,Þeim var ég verst er ég unni mest.`` Alltaf koma mér þessi orð í hug þegar ég heyri hv. 18. þm. Reykv. mæla til Framsfl.

Ég vil segja, hæstv. forseti, að hér um miðja nótt nenni ég ekki að skattyrðast við fólk því ég geri mér grein fyrir að sem betur fer er verið að bæta kjör fólksins á Íslandi, ekki bara öryrkjanna og þeirra öldruðu heldur þjóðarinnar í heild með batnandi afkomu þjóðarbúsins. Ég lít ekki svo á að við séum komin í neina lokahöfn í þeim efnum heldur séum farnir í nýja vegferð þar sem við blasir ný öld með batnandi kjörum þjóðarinnar. (SJS: Farðu nú bara í guðfræðina.)