1998-12-20 02:34:27# 123. lþ. 48.1 fundur 370. mál: #A landmælingar og kortagerð# frv. 132/1998, Frsm. minni hluta SvG
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 123. lþ.

[26:34]

Frsm. minni hluta umhvn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti minni hluta umhvn. í þessu máli um landmælingar og kortagerð. Álitið er á þessa leið, með leyfi forseta:

,,Minni hluti nefndarinnar er algerlega andvígur vinnubrögðum meiri hluta Alþingis og umhverfisráðherra eins og þau hafa birst í þessu máli. Minni hlutinn telur hættu á því að í kjölfar meðferðar þess á Alþingi geti fylgt skaðabótakröfur á hendur ríkinu. Minni hlutinn telur að gefa hefði átt lengri tíma til að fjalla um málið. Minni hlutinn lýsir allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og lýsir andstöðu við málið. Minni hlutinn á þess ekki kost að stöðva málið þar sem meiri hlutinn er staðráðinn í því að koma því í gegnum þingið strax í nótt.``

Undir minnihlutaálitið rita 20. des. 1998 Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og Lúðvík Bergvinsson.