1998-12-20 02:38:39# 123. lþ. 48.1 fundur 370. mál: #A landmælingar og kortagerð# frv. 132/1998, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 123. lþ.

[26:38]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðurnar, heldur aðeins undirstrika að dómurinn kveður að sjálfsögðu ekki á um það hvort flytja megi stofnanir eða ekki. Hann kveður á um að það beri að afla heimildar löggjafans til slíks flutnings. Ég hef gert grein fyrir því hvernig aðstæður eru og því að ég tel algerlega útilokað að breyta um og hætta við flutninginn. Það verður ekki gert. (Gripið fram í.) Það er ekki hægt. Þess vegna tel ég að leita verði þeirrar niðurstöðu í þinginu að það heimili eða samþykki hvar aðsetur Landmælinga Íslands á að vera, þ.e. á Akranesi eins og hér er lagt til, og það sé nauðsynlegt að létta þeirri óvissu sem við blasir eftir dóminn. Og þar sem þing situr enn þá er það mögulegt.