Ferill 188. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 204  —  188. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um skýrslu starfshóps um nýtt greiðslumat.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hefur verið unnið að gerð „neysluviðmiðunar“ um framfærslukostnað heimilanna sem verði grundvöllur í húsnæðiskerfinu fyrir greiðslumat og fjárhagsráðgjöf fyrir heimilin eins og starfshópur um nýtt greiðslumat lagði til í febrúar sl. og hefur þar verið tekið mið af neysluviðmiðun Ráðgjafarstofu heimilanna?
     2.      Ef ekki verður stuðst við neysluviðmiðun, hvaða forsendur og mat verður lagt til grundvallar við að meta greiðslugetu íbúðakaupenda hjá nýja Íbúðalánasjóðnum?