Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 230  —  209. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lögskráningu sjómanna á bátum undir 12 brúttórúmlestum.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.



     1.      Hver er afstaða ráðherra til þess að sjómenn á bátum undir 12 brúttórúmlestum verði lögskráðir og þar með slysa- og líftryggðir?
     2.      Telur ráðherra aðrar leiðir en lögskráningu mögulegar til að tryggja öllum sjómönnum sambærilega réttarstöðu og tryggingar?
     3.      Hefur ráðuneytið upplýsingar um fjölda starfandi sjómanna sem ekki eru lögskráðir?
     4.      Njóta sjómenn á smábátum undir 12 brúttórúmlestum, sem ekki eru lögskráðir og kjarasamningar ná ekki til, réttinda samkvæmt sjómannalögum?