Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 485  —  228. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum, og lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Frá Vilhjálmi Egilssyni og Ágústi Einarssyni.



     1.      Við 1. gr. 3. mgr. orðist svo:
             Við skil á staðgreiðslu tryggingagjalds skal taka tilliti til lækkunar skv. 8. mgr. einu sinni á ári eins og um uppgjör fyrir desember væri að ræða. Um uppgjör og álagningu gilda ákvæði V. kafla.
     2.      Á eftir 3. gr. komi ný grein sem orðist svo:
    Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
       a.      Í stað orðanna „banka, er heimilt að starfa áfram á óbreyttum“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: banka eða naut slíkrar ábyrgðar 31. desember 1997, er heimilt að starfa áfram á óbreyttum iðgjalda- og.
       b.      Við 3. mgr. bætist: enda hafi slíkt val ekki farið fram fyrir gildistöku laganna.