Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 498  —  233. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 25 22. apríl 1967.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmála­ráðuneyti, Hafstein Hafsteinsson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, Ingólf Sverrisson og Valgeir Hallvarðsson frá Samtökum iðnaðarins, Björn Friðfinnsson, ráðgjafa ríkisstjórnar­innar í EES-málum, og frá Ríkiskaupum Júlíus Ólafsson og Guðmund I. Guðmundsson. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Landhelgisgæslu Íslands, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og Lögmannafélagi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að bætt verði ákvæði við lög um Landhelgisgæslu Íslands um samningsgerð við smíði varðskipa og viðhald þeirra. Þykir nauðsynlegt að reglur þar að lút­andi verði lögfestar áður en hafin verður fyrirhuguð smíði á nýju varðskipi.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Hjálmar Jónsson, Kristín Halldórsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Ögmundur Jónasson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 14. des. 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Kristján Pálsson.



Ólafur Örn Haraldsson.


Tómas Ingi Olrich.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.














Prentað upp.