Ferill 397. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 714  —  397. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar, Kristínar Halldórsdóttur og Sigríðar Jóhannesdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 8 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráð­herra á lið 06-199 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?


    Af ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið varið samtals 2.950 þús. kr. og er skipting sýnd í töflu hér á eftir. Þeim rúmlega 5 millj. kr. sem eftir standa hefur verið ráðstafað til ýmissa verkefna á aðalskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytis.

Fjárhæð í þús. kr.

Útgáfa orgelskóla
150
Útgáfa lögreglumannatals
150
Rannsókn á sameiginlegri forsjá
350
Ritstörf séra Jónasar Gíslasonar
300
Efling söguseturs á Hvolsvelli
150
Þátttaka laganema í norrænni málflutningskeppni
120
Ferð unglingakórs Selfosskirkju á kóramót
100
Fræðslu- og kynningarátak Samtaka um kvennaathvarf
150
Starfsemi samtaka evrópskra laganema
50
Átak í ávana- og fíniefnamálum
330
Starfshópur um bætta unglingamenningu
250
Biskupskosning
850
Samtals
2.950