Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 920  —  359. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



         Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason og Birgi Má Ragnarsson frá viðskiptaráðuneyti, Áslaugu Guðjónsdóttur og Eggert J. Hilmarsson frá fjármálaráðuneyti, Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmann, Indriða H. Þorláksson ríkis­skattstjóra og Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóra. Umsagnir um málið bárust frá Eimskipa­félagi Íslands hf., Einkaleyfastofu, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Íslenskum sjávaraf­urðum hf., ríkisskattstjóra, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Samtökum iðnaðarins, Sam­tökum verðbréfafyrirtækja, Samtökum verslunarinnar, Seðlabanka Íslands, Útflutningsráði Íslands, Verslunarráði Íslands og Vinnuveitendasambandi Íslands.
    Frumvarpið er fylgifrumvarp með frumvarpi um alþjóðleg viðskiptafélög, máli 414, og kveður á um breytingu á ýmsum skattalögum varðandi skattgreiðslur alþjóðlegra viðskiptafé­laga.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Svavar Gestsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. febr. 1999.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson,


með fyrirvara.


Einar Oddur Kristjánsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Valgerður Sverrisdóttir.


Pétur H. Blöndal.




Árni R. Árnason.