Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 926  —  566. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um stöðu sjávarútvegsbyggða sem misst hafa veiðiheimildir og kvótalítilla útgerða.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hefur sjávarútvegsráðuneytið að undanförnu skoðað sérstaklega stöðu sjávarútvegsbyggða sem misst hafa frá sér veiðiheimildir þannig að grundvöllur útgerðar og fisk­vinnslu er brostinn?
     2.      Eru einhverjar aðgerðir fyrirhugaðar á þessu sviði sem falið gætu í sér úrlausn fyrir sjávarútvegsbyggðir í vanda og jafnframt nýst kvótalitlum útgerðum og auðveldað öðrum að hefja útgerð?


Skriflegt svar óskast.























Prentað upp.