Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1045  —  378. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hermann Guðjónsson og Jón Leví Hilmarsson frá Siglingastofnun Íslands. Umsögn um málið barst nefndinni frá Siglingastofn­un Íslands.
    Tillagan gerir ráð fyrir að samgönguráðherra skuli falið að hlutast til um að Siglinga­stofnun Íslands hefji sem fyrst rannsóknir á gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn.
    Í umsögn Siglingastofnunar kemur fram að frumdrög hafi verið unnin að stækkun hafn­arinnar miðað við 10.000 tonna og 20.000 tonna vöruflutningaskip en hins vegar hafi engar hagrænar athuganir verið gerðar á stækkun hafnarinnar. Nefndin telur eðlilegt að undirbún­ingsrannsóknir og hagrænar athuganir á gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn fari fram. Að þeim loknum verður unnt að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í gerð slíkrar hafnar.
    Samgöngunefnd leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að hlutast til um að Siglingastofnun Íslands hefji sem fyrst undirbúningsrannsóknir og hagrænar athuganir á stækkun hafnarinnar í Þor­lákshöfn.

    Stefán Guðmundsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. mars 1999.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Egill Jónsson.



Ragnar Arnalds.


Árni Johnsen.


Magnús Stefánsson.



Kristján Pálsson.