Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1119  —  223. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, með síðari breyting­um.

(Eftir 2. umr., 10. mars.)

1. gr.

    Við 7. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Eigið fé vöruþróunar- og markaðsdeildar Nýsköpunarsjóðs skal varðveitt í sérstakri deild sem haldið skal aðgreindri í bókhaldi og reikningum sjóðsins. Deildin skal veita framlög til þróunar- og markaðsverkefna samkvæmt reglum sem stjórn sjóðsins setur og staðfestar eru af ráðherra. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 9. gr. er árlega heimilt að verja hluta höfuðstólsins til sömu verkefna.

2. gr.


     Við 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ársreikningi skal fylgja skrá yfir hlutafjárkaup, lánveitingar og óafturkræf framlög Nýsköpunarsjóðs.

3. gr.

    5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða með lögunum fellur brott.


4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.