Endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða

Miðvikudaginn 16. júní 1999, kl. 11:01:40 (356)

1999-06-16 11:01:40# 124. lþ. 7.1 fundur 10. mál: #A endurskoðun á stjórnkerfi fiskveiða# fsp. (til munnl.) frá forsrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 124. lþ.

[11:01]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hæstv. forsrh. sýndi á spilin sín hérna rétt áðan. Hann sagði að það ætti að taka þetta mál fyrir með venjubundnum hætti og síðan ætti það að ganga til stjórnarflokkanna til úrskurðar.

Það getur nú varla verið að menn haldi að sátt náist um þetta mál, eins og menn boðuðu í kosningabaráttunni, ef þannig á að því að standa. Það verður að fara fram umræða um það í undirbúningshópum sem eru þverpólitískir þar sem öll sjónarmið fá að koma fram og þar sem menn virkilega þreifa á því hvaða leiðir eru færar til þess að ná sáttum í málinu. Ég skora á hæstv. ríkisstjórn, alveg sérstaklega hæstv. sjútvrh. og hæstv. forsrh., að horfa nú á málið með þeim augum sem þeir sögðust horfa á það í kosningabaráttunni.