Þjónusta við geðsjúk börn

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 14:15:26 (3849)

2000-02-02 14:15:26# 125. lþ. 55.3 fundur 215. mál: #A þjónusta við geðsjúk börn# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[14:15]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur fyrir þessar fyrirspurnir og að taka þessu brýnu mál til umfjöllunar hér í þinginu. Nýlega bundust foreldrar geðsjúkra barna samtökum sem hafa m.a. það markmið að vinna að bættri þjónustu fyrir geðveik börn og aðstandendur þeirra. Á síðasta ári buðu þessi samtök fulltrúum allra þingflokka til fundar við sig. Mér er óhætt að segja að alla hafi sett hljóða þegar þessi mál bar þar á góma.

Í kjölfarið lagði þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs fram till. til þál. þar sem kveðið var á um að komið yrði á fót hvíldarheimili eða skammtímavistun fyrir geðsjúk börn og börn með alvarlegar hegðunartruflanir. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin lögðum við til fjárveitingu til þessa málefnis. Það var ekki samþykkt en ég fékk ekki betur skilið á tali hæstv. ráðherra en að ríkisstjórnin væri að íhuga að koma þessari starfsemi á fót og það væri vel.