Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 14:01:27 (4094)

2000-02-08 14:01:27# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[14:01]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hvaða áhrif telur hæstv. ráðherra að þetta frv., ef það verður að lögum, muni hafa á starfandi gagnagrunna, t.d. þjóðskrána, þar sem eru persónugreinanlegar upplýsingar t.d. um aldur og búsetu? Hvaða áhrif hefur þetta á hinn nýja gagnagrunn sem við ræddum um í gær, þ.e. skráningu fasteigna yfir allt landið og hvaða áhrif hefur þetta á grunna eins og krabbameinsskrána og fjölda annarra grunna sem við höfum í dag? (ÖJ: Gagnagrunn á heilbrigðissviði?) Hann er reyndar persónuógreinanlegur, herra forseti. En persónugreinanlegir grunnar eru til mjög víða og hvaða áhrif hefur það t.d. á grunna sem geymdir eru í Reiknistofu bankanna svo fáein dæmi séu nefnd?