Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 14:23:56 (4097)

2000-02-08 14:23:56# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[14:23]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Um leið og ég þakka hv. þm. fyrir ábendingar hans þá vil ég bregðast nokkuð við þeim. Ég átti sjálf sæti í heilbr.- og trn. þegar frv. að lögum um gagnagrunn voru í vinnslu þar. Þar komu fram ákveðnar upplýsingar, drög að frv. að nýjum lögum um persónuvernd, það var ekki fullkomið frv. sem þar var kynnt. Þeim atriðum sem hv. þm. nefndi hefur m.a. verið breytt til að aðlaga þetta frv. betur að þessari tilskipan Evrópusambandsins. Þessi atriði verða þó væntanlega eins og önnur skoðuð sérstaklega í hv. allshn. Ég tek undir með honum að þróunin í þessum málum er gríðarlega ör og því full ástæða til að skoða þetta mál vel og vandlega.